Hlutverk vísinda á tímum heimspólitískrar óeirðar
Robbert Dijkgraaf, Ronald de Bruin og Mikael Fogelström í pallborðsumræða um stöðu vísinda á tímum heimspólitískrar óeirðar.
Samantekt á pallborðsumræðunni
Robbert Dijkgraaf (strengjafræðingur, fyrrum forstjóri IAS Princton og menntamálaráðherra Hollands), Ronald de Bruin (forstjóri COST) og Mikael Fogelström (forstjóri Nordita) tóku þátt í pallborðsumræðu um stöðu vísinda á tímum pólitískrar óvissu og stríðsátaka. Áður en umræðan hófst fluttu þeir stuttar hugleiðingar um efnið hver í sínu lagi. Kynnir og umræðustjóri var Niels Obers, fyrrverandi forstjóri Nordita.
Fyrstur í pontu var Mikael Fogelström, forstjóri Nordita, sem hóf mál sitt á því að rekja sögu stofnunarinnar og tengsl hennar við sögu háorkueðlisfræði í Evrópu.
Á fyrri hluta tuttugustu aldar hafði Kaupmannahöfn verið ákveðinn griðarstaður fyrir kennilega eðlisfræði, ekki síst fyrir tilstilli Niels Bohr. Meginfyrirlestrarsalur kennilegrar eðlisfræði við Kaupmannahafnarháskóla ber þess glöggt merki: veggirnir eru skreyttir ljósmyndum frá fjölmörgum ráðstefnum sem Bohr skipulagði, þar sem margir síðarverðlaunaðir Nóbelsverðlaunahafar komu saman. Bohr þótti einkar laginn við að leiða saman fólk, hvetja til samvinnu og tryggja fjármagn, meðal annars með stuðningi frá Carlsberg sjóðnum.
*Kaupmannahafnarráðstefnan, 1937.* (fremsta röð frá vinstri) Bohr, Heisenberg, Pauli, Stern, Meitner, Ladenburg, Jacobsen. (önnur röð) Weisskopf, Møller, Euler, Peierls, Hund, Goldhaber, Heitler, Segrè, Hoffer Jensen. (þriðja röð) Placzek, Weizsäcker, Kopfermann, (óþekktur), Hulthén, Mercier, Gustafson, Casimir, (óþekktir). (standandi við vegginn) Jensen, Rosenfeld, Wick, (óþekktur), Koch, Madsen, Levi. (fjórða röð) Arley, (óþekktir), Laslett, Sørensen, (óþekktur), Frisch, David, Oliphant, Kapur, London, Buch Andersen, Dunning. (fimmta röð) Brostrøm, Bjerge, Rasmussen, Bøggild, Kalckar.
Eftir síðari heimsstyrjöldina ríkti vilji í Evrópu til að efla samstarf í vísindum, sem meðal annars leiddi til stofnunar CERN. Í kjölfarið flutti hluti rannsóknarhópsins frá Kaupmannahöfn til Genfar, til að vera nær væntanlegum öreindahraðli þar.
Til að bregðast við þessari tilfærslu og varðveita þá miklu sérþekkingu sem hafði safnast í Kaupmannahöfn, kom Niels Bohr að stofnun Nordita árið 1957. Markmiðið var að styrkja stöðu kennilegrar eðlisfræði á Norðurlöndum, styðja við unga vísindamenn og efla alþjóðlegt samstarf í grunnrannsóknum. Nordita átti að vera samankomustaður vísindamanna hvaðanæva að úr heiminum, með áherslu á opin og óhindruð vísindi.
Fogelström benti á að hlutverk stofnana eins og Nordita hefði verið sérstaklega mikilvægt á tímum kalda stríðsins. Þá lá járntjaldið þvert í gegnum Evrópu og takmörkuð samskipti milli austurs og vesturs urðu til þess að niðurstöður voru oft dregnar út samtímis beggja vegna, án vitneskju um hina hliðina. Slíkur tvíverknaður hægði á framförum í vísindum.
Í lokin minnti Fogelström á að við höfum síðustu áratugi búið við óvenjulegan frið í Evrópu, frið sem við gætum hafa farið að líta á sem sjálfsagðan. Hann hvatti til þess að við gleymum ekki að opið vísindasamstarf er ekki sjálfgefið, það þarf að verja og hlúa að því, sérstaklega þegar heimurinn verður órólegri.
Næstur í pontu var Ronald de Bruin, forstjóri COST, European Cooperation in Science and Technology.
Hann miðlaði fyrst og fremst reynslu sinni af starfi COST og þeirri sýn sem Evrópusambandið hefur mótað um tengslanet vísindamanna til að takast á við sameiginlegar áskoranir Evrópuþjóða. Lykiláherslan er lögð á að styðja við virkt samstarf yfir landamæri og tryggja aðgengi að fjármögnun fyrir fjölbreytt rannsóknarverkefni.
Hann nefndi þrjú áþreifanleg dæmi þar sem pólitískur veruleiki hafði bein áhrif á ákvarðanatöku innan COST.
Fyrsta dæmið sneri að innrás Rússlands í Úkraínu.
COST ákvað að útiloka allar rannsóknarstofnanir með aðsetur í Rússlandi frá því að sækja um styrki úr sjóðnum. Hins vegar undirstrikaði de Bruin að einstaklingar af rússneskum uppruna gætu áfram sótt um COST styrki ef þeir störfuðu við stofnanir utan Rússlands. Einnig tók hann fram að COST hefði brugðist sérstaklega við stöðu Úkraínu með því að greiða brúsann fyrir þátttöku úkraínska vísindasamfélagsins, Úkraína greiddi ekki í sjóðinn en fékk samt úthlutað fjármagni til að styðja við rannsakendur sína.
Annað dæmið sneri að Ungverjalandi.
De Bruin lýsti því hvernig breytingar á menntakerfinu í Ungverjalandi hefðu haft áhrif á samstarf þeirra innan COST. Með nýjum lögum voru mörg háskólasvæði og rannsóknarstofnanir færð undir einkarekstur, sem hafði í för með sér að þær töldust ekki lengur uppfylla skilyrði til að fá COST styrki. Þótt ungverskir háskólar geti áfram tekið þátt í COST verkefnum, verða þeir nú sjálfir að standa straum af kostnaði við þátttöku.
Þriðja dæmið sem hann nefndi var Brexit.
De Bruin greindi frá því hvernig útgangan hafði áhrif á þátttöku breskra stofnana í COST. Þrátt fyrir að Bretland sé ekki lengur aðildarríki í ESB, geti breskir aðilar enn tekið þátt í verkefnum COST, en staða þeirra varð flóknari og takmarkanir komu upp varðandi fjármögnun og umsóknarferli.
Síðastur í pontu var Robbert Dijkgraaf, strengjafræðingur og fyrrum menntamálaráðherra Hollands. Hann hóf erindi sitt á því að segja frá einni kunnri pólitískri skopsögu. Þar er Leonid Brezhnev, leiðtogi Sovétríkjanna, spurður hvernig hann myndi lýsa stöðu ríkisins með einu orði. Hann svarar: Góð. Þegar spurt er hvað hann myndi segja með tveimur orðum, svarar hann: Ekki góð. Þótt þessi saga sé sennilega ekki sönn, varpar hún ljósi á andrúmsloftið í Sovétríkjunum undir lok kalda stríðsins, út á við ríkti yfirborðsleg bjartsýni, en undir niðri kraumaði óvissan.
Dijkgraaf notaði þessa sögu til að setja tóninn fyrir sinn eigin boðskap. Hann líkti samtímanum við nýtt tímabil kalda stríðsins í Evrópu, þó að eðli tímabila sé ólíkt er þó hægt að finna fjölmargar hliðstæður. Hann lýsti áhyggjum sínum af minnkandi akademísku frelsi, bæði í Evrópu og víðar. Til dæmis benti hann á að um helmingur vísindamanna sem rannsaka loftslagsbreytingar hafi orðið fyrir hatursorðræðu. Jafnframt benti hann á vaxandi áhrif svokallaðra val staðreynda og gervivísinda, sem grafa undan trausti á ritrýndum niðurstöðum.
Ímyndunaraflið, sagði hann, blómstrar best þar sem frelsi er til að stunda gagnslausa þekkingu. Hann lagði áherslu á að þekking sem ekki hefur augljósa hagkvæma nýtingu getur reynst dýrmætust til lengri tíma litið. Því væri afar varasamt að takmarka grunnrannsóknir og fela framtíð þekkingarsköpunar einkafyrirtækjum einum. Dijkgraaf nefndi að fimm stærstu tæknifyrirtæki Bandaríkjanna fjárfesti í dag meira í rannsóknir og þróun en Evrópa öll til samans og að þau geri það ekki vegna siðferðislegrar skyldu, heldur til þess að maka krókinn.
Hann minnti einnig á mikilvægi hugvísinda í tæknisamfélagi framtíðarinnar. Þótt hann sjálfur kæmi úr vísindum, teldi hann nauðsynlegt að fræðigreinar á borð við stjórnmálafræði og heimspeki komi að mótun framtíðarinnar. Hvernig við ætlum að lifa með þessari tækni og hvaða gildi eigi að móta notkun hennar. Hann vísaði í nýlega bandaríska lagasetningu sem takmarkar fjármögnun til grunnrannsókna og nefndi að stórfyrirtæki óttist nú að þekkingin leki úr landinu þegar opinberar stofnanir fái sífellt minna fjármagn.
Bakslagið sem vísindin upplifa í dag, sagði Dijkgraaf, má hugsanlega rekja til þess hve vel þeim hefur tekist til. Undanfarin þrjú hundruð ár hefur vísindalega aðferðin skapað grundvöll allra nútímaþæginda og lífsgæða. Opin vísindi hafa gagnast mannkyninu öllu. En í stað þess að þakka vísindunum er þeim nú oftar mætt með tortryggni. Dijkgraaf benti á að ef vísindi blandist pólitík verði niðurstaðan alltaf pólitík. Og í raun hafi stjórnskipulag ríkja og ákvarðanataka þeirra sjaldan verið byggð á gagnagreiningu og vísindalegri nálgun jafnvel í nútímasamfélögum.
Í lokin spurði hann: hvernig getum við brugðist við? Síðustu áttatíu ár hafa vísindi verið fjármögnuð í skugga heimsstyrjaldarinnar og í ljósi þess hve mikilvægt hlutverk þau léku í endalokum hennar. En nú þarf að endurmeta samband samfélags og vísinda. Dijkgraaf lauk máli sínu með því að vitna í Steven Weinberg: Í vísindum lærum við stundum um náttúruna og stundum lærum við um vísindi.
Eftir ræðurnar var pallborðsumræða þar sem að fólk í salnum fékk að spurja spurninga.
Eftir ræðurnar var pallborðsumræða þar sem að fólk í salnum fékk að spyrja spurninga. Ég náði því miður ekki að skrá nákvæmlega hvaða spurningar voru bornar upp, en hér er samantekt byggð á þeim nótum sem ég skrifaði niður úr svörunum. Pallborðið hófst á opnu innleggi frá Niels Obers, þar sem hann hvatti ræðumenn til að íhuga hvaða þáttur samtímavísinda væri mikilvægastur, þekkingarsköpun, samfélagslegt gildi eða alþjóðlegt samstarf. Eins og oft vill verða í slíkum umræðum þróaðist samtalið út frá spurningunni og varð að dýpri hugleiðingum um stöðu og tilgang vísinda í samtímanum.
Robbert Dijkgraaf lagði áherslu á að vísindin hafi sannað sig sem eitt farsælasta verkefni mannkynsins. Þau hafi haldið loforðum sínum trekk í trekk og skilað umfram væntingar. En nú væri í fyrsta sinn í áratugi að myndast raunverulegt bakslag. Andstaða eða vantraust gagnvart vísindum, og því væri tímabært að endurskilgreina þann samfélagssáttmála sem vísindin hafa hingað til byggt á. Hann lagði áherslu á að vísindin hafi í langan tíma notið trausts án mikillar þörf fyrir réttlætingu, gagnsemi þeirra hafi verið svo augljós, allt um kring í nútímasamfélagi. En ef þessi forsenda, að vísindin séu sjálfgefið góð og til hagsbóta fyrir alla, er ekki lengur sjálfgefin, þá þurfi vísindasamfélagið að læra að svara fyrir sig og verja sig. Hvernig berst maður fyrir vísindum þegar ekki er lengur tekið sem gefnu að þau séu sameiginlegt hagsmunamál?
Hann talaði einnig um mikilvægi þess sem hann kallaði science diplomacy. Vísindalegt samstarf sem brúar pólitískar gjár og sagði að við lifum nú á tímum þar sem þörf er á slíku. Í sinni tíð sem ráðherra sagði hann að innan hollensku ríkisstjórnarinnar hefði verið ráðherra niturs, vegna landbúnaðarmála, og ráðherra kolefnis, vegna loftslagsmála. Sjálfur hefði hann stundum grínast með að hann væri ráðherra súrefnis því menntun, rannsóknir og aðgengi að þekkingu væru eins konar súrefni fyrir samfélagið. Þau haldi samfélaginu gangandi og gefi því líf.
Í því samhengi varaði hann við þeirri óvissu sem nú ríki um framtíð vísinda, bæði fjárhagslega og í pólitísku samhengi. Slík óvissa geti tafið framfarir, en hún kalli líka á nýja hugsun, hvernig endurnýjar maður samfélagssáttmálann um opna þekkingarsköpun á tímum þar sem traust til stofnana hefur veikst og rökhyggja mætir mótspyrnu?
Mikael Fogelström minnti á að áhrif vísinda séu oft ófyrirsjáanleg og komi ekki endilega fram fyrr en áratugum síðar. Hann nefndi sem dæmi að þegar Einstein setti fram almennu afstæðiskenninguna hafi honum ekki einu sinni hvarflað til hugar að niðurstöður hans myndu nýtast í GPS kerfum. Það hafi einfaldlega verið afleiðing af uppgötvun hans sem engum óraði fyrir á þeim tíma. Það er ekki þannig að hann hafi verið að hugsa um hvernig maður gæti búið til GPS kerfi. Þannig eru vísindi fyrir mannkynið í heild, ekki aðeins til þess að skapa beinan hagnað eða hagnýta lausn. Heldur til að svala forvitni á leyndardómum alheimsins. Hann lýsti einnig áhyggjum sínum af því að bæði vísindin og stjórnmálin virðist skorta vilja til að setja skýra sýn fyrir framtíðina, sem stuðli að óöryggi og vantrausti meðal almennings.
Hann tók dæmi af því hvernig opinber umræðuþátttaka vísindamanna getur virst ósamræmd og jafnvel mótsagnakennd, sem geti gefið ranga mynd af eðli vísindastarfsins. Til dæmis komi það fyrir að ráðstefnur virðist sýna vísindamenn með ólíkar og jafnvel ósamrýmanlegar skoðanir á grunnhugmyndum. En einmitt í þessari óvissu liggi styrkurinn, ritrýni, deilur og samstaða um erfið viðfangsefni eru kjarninn í því sem gerir vísindin traustvekjandi. Það sem sameinar vísindamenn er ekki staðsetning né uppruni heldur sameiginleg leit að þekkingu. Vísindin verða sterkari í gegnum umræðu, samræðu og gagnrýni. Þar liggur þeirra raunverulegi trúverðugleiki.
Ronald de Bruin ítrekaði mikilvægi alþjóðlegs samstarfs og þess að tryggja raunverulegt aðgengi allra að rannsóknum. Hann benti á að þó dyrnar virðist opnar fyrir alla, þá geti aðgengið verið torfært ef leiðin að þeim liggi yfir fjallaskarð. Í því samhengi lagði hann áherslu á að gera greinarmun á jöfnuði og réttlæti. Það dugar ekki að allir hafi sömu dyr ef ekki allir geta gengið að þeim. Hann lýsti því hvernig COST leitist við að veita aðgengi til rannsakenda utan kjarnaríkja Evrópu og skapa vettvang fyrir breiðari þátttöku í þekkingarsköpun. Heimurinn fylgist nú með hvernig Evrópa tekst á við þessar áskoranir.
Persónulegar hugleiðingar
Ég hef alltaf tekið því sem sjálfsögðu að fólk sjái gildi og gagnsemi þess að rækta vísindalega hugsun. Það þarf varla annað en að líta í kringum sig til að sjá hvernig vísindin hafa gjörbreytt lifnaðarháttum okkar til hins betra. Stór hluti mannkynsins fæðist í dag inn í heimili þar sem er aðgangur að hreinu vatni, rafmagnsljósi, upphituðum og vel einangruðum húsum. Þar að auki hefur internetið opnað óendanlegt haf upplýsinga og tækifæra.
Tekst fólki virkilega að gleyma hvaðan þessi þægindi koma? Erum við orðin svo vön nútímaþægindum að við sjáum ekki lengur gagn í vísindum? Er traustið á hinni vísindalegu aðferð farið að dvína?
Um gagnsemi þekkingar sem er gagnslaus
Dijkgraaf minntist á grein eftir fyrsta forstjóra Princeton, Abraham Flexner.
Titill greinarinnar er: Um gagnsemi þekkingar sem er gagnslaus. Hún fjallar meðal annars um samtal sem Flexner átti við velgjörðarmanninn George Eastman. Eastman lýsti því að hann vildi styðja stofnunina með framlögum til fræðigreina sem hefðu gagn. Flexner spurði hann þá á móti, hvaða fræðimann teldi hann hafa gefið mannkyninu mest gagn?
Eastman svaraði hiklaust að það væri Guglielmo Marconi, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1909 ásamt Ferdinand Braun fyrir framlag þeirra í því að þróa þráðlausan ritsíma. Áður en Eastman náði að lofsama Marconi og hvað þessi uppfinning hefði þýtt fyrir mannkynið greip Flexner fram í og sagði:
Hr. Eastman, framlag Marconi í stóra samhenginu var nánast ómarktækt, það var í rauninni óhjákvæmileg uppgötvun. Ef maður þyrfti að eigna einhverjum einum manni heiðurinn fyrir allt sem hefur gerst í tengslum við þráðlausa síma væri mun eðlilegra að eigna James Maxwell heiðurinn, en hann setti fram einstaka reikninga á sviði rafsegulfræði sem birtist í greinum eftir hann árið 1873. Tilraunastaðfestingar á kenningum hans þurftu að bíða í fimmtán ár, þar til að Heinrich Hertz, sem vann á tilraunastofu Helmholtz í Berlín, tókst að búa til og mæla rafsegulbylgjur. Hvorki Maxwell né Hertz var umhugað um að verk þeirra hefði gagn, þeim kom það ekki einu sinni til hugar. Þeir voru ekki með neina gagnsemi í huga þegar þeir stunduðu rannsóknir sínar. Það var forvitni sem dreif þá áfram. En uppfinningarmaðurinn sem fann upp þráðlausa ritsímann var vissulega Marconi. Hvað fann Marconi upp? Hann fann upp tæki sem kallast … Án hans framlags væri …
Flexner bætti því við að gegnum alla sögu vísinda væri þetta mynstrið sem oftast sést, mestu framfarirnar sem að lokum reynast mannkyni gagnlegastar eru fæddar af hreinni forvitni, ekki af ásetningi um hagnýtingu.
Kalda stríðið og Teller Ulam hönnunin
Í ráðstefnukvöldverðinum var haldin ræða þar sem saga sem Kip Thorne segir frá í bók sinni Black Holes and Timewarps var endursögð.
In Black Holes and Time Warps, 1994, Kip Thorne recalls a Cold War episode when he worried about whether gas falling onto a neutron star, held back by X rays, might develop Rayleigh Taylor instabilities. On Earth, a dense fluid supported by a lighter one develops tongues and becomes unstable, so Thorne asked whether this might spoil the astrophysical picture.
He first put the question to the Soviet physicist Yakov Zeldovich:
No, Kip, that does not happen. There are no tongues into the X rays. The gas flow is stable.
When Thorne pressed for details, Zeldovich became uncharacteristically evasive, offering no references or calculations.
A few months later, hiking in the Sierras with the American physicist Stirling Colgate, Thorne asked the same question. Colgate, who had worked on the American superbomb effort, gave exactly the same answer:
The flow is stable, the gas cannot escape the force of the X rays by developing tongues.
When Thorne asked how he knew, Colgate replied:
It has been shown.
But again, there were no references, no published proofs. Thorne then told him that Zeldovich had given precisely the same reply. Colgate mused:
Oh, that is fascinating. So Zeldovich really knew.
The irony was clear, both sides already had the answer from classified nuclear weapons research, but neither could share the details. The astrophysicists were left to rediscover the results on their own.
Um einkavæðingu þekkingar
Þessi saga hjá Kip Thorne lætur mig hugsa um eftirfarandi.
Saga Kip Thorne dregur skýrt fram að einkavæðing þekkingar, eða í þessu tilviki hervæðing, hægir á sameiginlegum skilningi mannkynsins. Rannsóknum á svartholum seinkaði vegna þess að þeir sem komu að hönnun atómsprengjunnar máttu ekki birta niðurstöður sínar. Í dag mætum við sömu áskorunum, en nú eru það stærstu tæknifyrirtæki heims sem sópa til sín þekkingu og fjármagni.
Ég fæ það á tilfinninguna að umræðan í þjóðfélaginu sé síðan á þann veg að við séum nú þegar að eyða of miklum fjármunum í rannsóknir og þróun. Samt sem áður sést það bersýnilega á fimm stærstu tæknifyrirtækjum heims að þeim finnst við ekki eyða nógu miklum pening í tækni og þróun. Ég er í það minnsta kosti af þeirri skoðun að þekking á að vera fyrir mannkynið en ekki fyrir einkaaðila til að græða á.
Samanlagt vörðu stærstu tæknifyrirtæki Bandaríkjanna, Amazon, Google, Meta, Apple og Microsoft, 229 milljörðum bandaríkjadala í rannsóknir og þróun. Á sama tíma eyddi Horizon Europe einungis helmingnum af þeirri upphæð í rannsóknir og þróun. Hvernig stendur á því að fimm einkafyrirtæki í Bandaríkjunum verja fleiri fjármunum í rannsóknir og þróun heldur en öll Evrópa samanlagt, hér er ég vissulega að skauta yfir það framlag sem hver þjóð um sig veitir, en samt.
Einkavæðing þekkingar, frá svartholum til stórfyrirtækja
Saga Kip Thorne dregur skýrt fram að einkavæðing þekkingar, eða í þessu tilviki hervæðing, hægir á sameiginlegum skilningi mannkynsins. Rannsóknum á svartholum seinkaði vegna þess að þeir sem komu að hönnun atómsprengjunnar máttu ekki birta niðurstöður sínar. Í dag mætum við sömu áskorunum, en nú eru það stærstu tæknifyrirtæki heims sem sópa til sín þekkingu og fjármagni.
Ég fæ það á tilfinninguna að umræðan í þjóðfélaginu sé á þann veg að við séum nú þegar að eyða of miklum fjármunum í rannsóknir og þróun. Samt sem áður sést það bersýnilega á fimm stærstu tæknifyrirtækjum heims að þeim finnst við ekki eyða nægilega miklum pening í tækni og þróun. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að þekking eigi að vera fyrir mannkynið í heild en ekki til að hámarka gróða einkaaðila.
- Amazon, Google, Meta, Apple og Microsoft vörðu 229 milljörðum bandaríkjadala í rannsóknir og þróun á einu ári.
- Horizon Europe, stærsta rannsóknaráætlun Evrópusambandsins, hefur til ráðstöfunar 95,5 milljarða evra yfir sjö ára tímabil sem jafngildir einungis um helmingi af árlegum útgjöldum fimm stórfyrirtækja.
Hvernig stendur á því að fimm einkafyrirtæki í Bandaríkjunum verja fleiri fjármunum í rannsóknir og þróun heldur en öll Evrópa samanlagt?
Hér er ég vissulega að skauta yfir það framlag sem hver þjóð um sig veitir, en samt.
Þetta er spurning um forgangsröðun, viljum við að framtíð þekkingar og tækni sé mótuð fyrir luktum dyrum í gróðaskyni eða í opnum vísindasamfélögum sem starfa fyrir almannahag?

