Einfaldar og ódýrar eðlisfræðitilraunir
Þróunarsjóðsverkefni sem ég er að vinna.
Ég er að vinna verkfeni fyrir þróunarsjóð námsgagna. Hér mun ég uppfæra það sem komið er jafn óðum.
Hlaða síma
Tækjabúnaður:
- Sími
- Leið til að hlaða símann
- Skeiðklukka
Þetta er afar einföld tilraun sem að þarfnast einungis tíma – ekki hægt að gera þessa í hefðbundinni kennslustund.
Lýsing
Hlaðið síma frá 0% í 100%. Tíminn sem þetta tekur fer eftir hleðslutækinu og símanum sem að þið notið. Í mínu tilviki tók þetta rúmar tvær klukkustundir. Hugsanlega hægt að ná þessu neðar með minni rafhlöðum (eldri símum) og/eða hraðari hleðslu. Skráið hjá ykkur með nokkuð jöfnu millibili hleðsluna á símanum sem fall af tíma.
Mæliniðurstöður og úrvinnsla
Hér eru mæliniðurstöðurnar mínar og úrvinnsla:
| Tími [mín] | Hleðsla [%] |
|---|---|
| 1.33 | 2 |
| 2.33 | 3 |
| 4.00 | 4 |
| 10.97 | 8 |
| 17.50 | 14 |
| 19.50 | 17 |
| 23.50 | 22 |
| 26.33 | 25 |
| 31.28 | 31 |
| 32.50 | 33 |
| 34.67 | 35 |
| 38.42 | 39 |
| 42.00 | 43 |
| 43.73 | 45 |
| 46.75 | 49 |
| 48.67 | 51 |
| 51.50 | 53 |
| 52.98 | 56 |
| 57.03 | 61 |
| 65.00 | 68 |
| 69.95 | 71 |
| 74.63 | 75 |
| 77.42 | 77 |
| 81.30 | 80 |
| 83.75 | 82 |
| 86.88 | 85 |
| 89.50 | 87 |
| 94.08 | 90 |
| 96.85 | 92 |
| 99.73 | 93 |
| 101.35 | 94 |
| 104.85 | 95 |
| 108.08 | 97 |
| 111.35 | 98 |
| 114.43 | 99 |
| 118.58 | 100 |
Grafið sem að við fáum beint ef við gerum graf af prósentunni sem fall af tíma lítur svona út
Líkanið sem að við erum að skoða er síðan
\[Q(t) = Q_{\text{max}}(1-e^{-t/\tau})\]Með því að umrita jöfnuna örlítið og taka logra báðum meginn fæst síðan að
\[\log(1- P(t)) = - \frac{1}{\tau}t\]Þar sem $P(t)=Q(t)/Q_{\text{max}}$ er í rauninni það sem að við vorum að mæla í tilrauninni, með öðrum orðum er þetta prósentan af rafhlöðunni sem fall af tíma. Takið eftir að logrinn springur þegar síminn er fullhlaðinn (því tæknilega séð nær rafhlaðan aldrei 100% hleðslu þó að síminn ljúgi að okkur og segist gera það!). Við tökum því út síðasta mælipunktinn og fáum eftirfarandi graf:
