Post

Einfaldar og ódýrar eðlisfræðitilraunir

Þróunarsjóðsverkefni sem ég er að vinna.

Einfaldar og ódýrar eðlisfræðitilraunir

Ég er að vinna verkfeni fyrir þróunarsjóð námsgagna. Hér mun ég uppfæra það sem komið er jafn óðum.

Hlaða síma

Tækjabúnaður:

  • Sími
  • Leið til að hlaða símann
  • Skeiðklukka

Þetta er afar einföld tilraun sem að þarfnast einungis tíma – ekki hægt að gera þessa í hefðbundinni kennslustund.

Lýsing

Hlaðið síma frá 0% í 100%. Tíminn sem þetta tekur fer eftir hleðslutækinu og símanum sem að þið notið. Í mínu tilviki tók þetta rúmar tvær klukkustundir. Hugsanlega hægt að ná þessu neðar með minni rafhlöðum (eldri símum) og/eða hraðari hleðslu. Skráið hjá ykkur með nokkuð jöfnu millibili hleðsluna á símanum sem fall af tíma.

Mæliniðurstöður og úrvinnsla

Hér eru mæliniðurstöðurnar mínar og úrvinnsla:

Tími [mín]Hleðsla [%]
1.332
2.333
4.004
10.978
17.5014
19.5017
23.5022
26.3325
31.2831
32.5033
34.6735
38.4239
42.0043
43.7345
46.7549
48.6751
51.5053
52.9856
57.0361
65.0068
69.9571
74.6375
77.4277
81.3080
83.7582
86.8885
89.5087
94.0890
96.8592
99.7393
101.3594
104.8595
108.0897
111.3598
114.4399
118.58100

Grafið sem að við fáum beint ef við gerum graf af prósentunni sem fall af tíma lítur svona út

Desktop View

Líkanið sem að við erum að skoða er síðan

\[Q(t) = Q_{\text{max}}(1-e^{-t/\tau})\]

Með því að umrita jöfnuna örlítið og taka logra báðum meginn fæst síðan að

\[\log(1- P(t)) = - \frac{1}{\tau}t\]

Þar sem $P(t)=Q(t)/Q_{\text{max}}$ er í rauninni það sem að við vorum að mæla í tilrauninni, með öðrum orðum er þetta prósentan af rafhlöðunni sem fall af tíma. Takið eftir að logrinn springur þegar síminn er fullhlaðinn (því tæknilega séð nær rafhlaðan aldrei 100% hleðslu þó að síminn ljúgi að okkur og segist gera það!). Við tökum því út síðasta mælipunktinn og fáum eftirfarandi graf:

This post is licensed under CC BY 4.0 by the author.