Post

Ráðstefna um svarthol og heimsfræði

Dagana 5.–9. ágúst 2025 var haldin ráðstefna um svarthol og heimsfræði í Veröld – húsi Vigdísar.

Ráðstefna um svarthol og heimsfræði

Aðeins um ráðstefnuna

Á ráðstefnunni komu saman margir af fremstu fræðimönnum heims á sviði svarthola og heimsfræði, þar á meðal margir sem gegna lykilhlutverki í verkefnum á borð við LIGO, LISA og í rannsóknum á frumbernsku alheimsins.
Meginþema ráðstefnunnar var hugmyndin um frumbernsku svarthol (e. primordial black holes).
Frá því að James Webb geimsjónaukinn (JWST) birti fyrstu myndir sínar árið 2022 hefur verið ljóst að núverandi fræðileg líkön fyrir fjölda svarthola í massamiklum vetrarbrautum stemma illa við athuganir.
Á ráðstefnunni voru kynntar hugmyndir til að mæta þessum athugunum á fræðilegum grundvelli, bæði með tölvuhermunum og hreinum útreikningum.

Hér má sjá dagskrá og nánari upplýsingar:
https://indico.mpp.mpg.de/event/10969/

Ráðstefnan var skipulögð af Florian Kühnel ásamt David Kaiser, Lárusi Thorlacius og Valentinu Puletti.
Við íslensku doktorsnemarnir sáum m.a. um að útbúa nafnspjöld fyrir ráðstefnugesti og aðstoða sem tæknimenn.

Ráðstefnukvöldverðurinn var haldinn á Fiskmarkaðnum.
Ráðstefnukvöldverður á Fiskmarkaðnum

Hvað er heimsfræði?

Er heimsfræðin í krísu?

James Webb sjónaukinn hefur sýnt að það er mikilvægt að eyða fé í tilraunir í eðlisfræði. Hann hefur sýnt okkur helst tvennt:

Hvað er LIGO?

LIGO eða Laser Interferometer Gravitational-Wave Observatory er

Hvað eru frumbernsku-svarthol?

Frumbernsku svarthol eru svarthol sem mynduðust á fyrstu augnablikum alheimsins, löngu áður en fyrstu stjörnurnar höfðu tækifæri til að mynduðast.

Ástæðan fyrir því að þeim hefur ekki verið gefinn mikill gaumur síðustu ár er að stórum hluta útaf líkönum fyrir þyngdarhruni stjarna. Þar er vel þekkt mat á þeim minnsta massa sem að slík svarthol geta haft sem myndast við þyngdarhrun stjörnu en það er Toleman-Oppenheimer-Volkoff (TOV) matið sem sýnir að nifteindastjörnur geta mest orðið af stærðargráðunni 2-3 sólarmassar.

Frumbernskusvarthol sneiða hjá þessum takmörkunum sem að myndun stjarnfræðilegra svarthola setja þeim. Ef þau hefðu myndast í frumbernsku alheimsins hefðu líklegast önnur lögmál átt við í myndun þeirra. Það var Stephen Hawking sjálfur sem setti fram hugmyndina um frumbernsku svarthol í grein frá árinu 1971 í greininni ‘Gravitationally collapsed objects of very low mass’ (https://inspirehep.net/literature/69661). Þær hugmyndir voru síðan slípaðar til í grein með Bernard Carr árið 1974 í eftirfarandi grein ‘Black Holes in the Early Universe’. Þar var bent á hvernig að slík svarthol gætu haft mun minni massa heldur en þau sem að myndast við þyngdarhrun stjörnu.

Þetta gerir það hinsvegar að verkum að það er mun erfiðara að greina þessi örlitlu svarthol því þau hafa massa sem er mun minni heldur en þessi hefðbundni massi sem að okkur hefur tekist að mæla.

Hvað er LISA?

LISA (Laser Interferometer Space Antenna) er alþjóðlegt geimverkefni sem ætlað er að nema þyngdarbylgjur með mælitækjum í geimnum.
Verkefnið er samstarf ESA og NASA og áætlað er að það verði skotið á loft í kringum 2035.

Lore ráðstefnunnar

Eitt það eftirminnilegasta sem gerðist var sundferð í Vesturbæjarlaug með Don Page.

Eftir fjallgöngu á Helgafell og í kringum Búrfellsgjá, sem Lárus skipulagði, fór hópur ungra doktorsnema í sund.
Þar bættist hinn heimsfrægi eðlisfræðingur Don Page í hópinn, og þó hann sé að nálgast áttrætt þá hélt hann uppi spjalli og stemningu eins og hver annar sundlaugagestur. Það var reyndar mjög eftirminnilegt og smá óheppilegt að það var fullur miðaldra íslenskur maður sem var með smá skæting í pottinum. Hann tók Don Page í rúmlega tíu mínútna einræðu um skilning sinn á góðu og illu. Sundlaugaverðirnir enduðu á því að vísa manninum upp úr lauginni og hann var með smá skæting á móti (en það kom aldrei til líkamlegra átaka). Eftir að maðurinn hafði verið fjarlægður spurði Don Page: “Was he one of the people at the conference?”.

Ráðstefnukvöldverður á Fiskmarkaðnum

Ráðstefnukvöldverður á Fiskmarkaðnum

Listi yfir fyrirlestra á ráðstefnunni:

Fyrirlestrar á Black Holes & Cosmology 2025

Það voru alveg ótrúlega margir fyrirlestrar á þessari fjögura daga ráðstefnu. Meira en 70 fyrirlestrar! Hér er listi yfir fyrirlestrana á þessari ráðstefnu.

FyrirlesariFyrirlestur
HasingerA Possible Role of Primordial Black Holes in the Early Universe?
SilkBlack Holes as Seeds: Primordial or Astrophysical?
HawkinsNo OGLE Limits in the Milky Way Halo
ClesseThe Case of Stellar-Mass Primordial Black Holes as Dark Matter
Feng, M.Little Red Dots from Small-Scale Primordial Black Hole Clustering
DelosStructure Formation with Primordial Black Holes
DolgovWhich Came First: The Chicken or the Egg?
BurnClose Encounters of the Primordial Kind
KlipfelPrimordial Black Hole Explosions and Transits
SymonsCould We Soon Observe a Black Hole Explosion?
ThossDetecting PBHs in the Solar System through Gravitational Waves
GoninPBH Formation and Heavy r-Process Element Synthesis
KusenkoFrom Birth to Discovery: Emerging Models and Signatures of PBHs
KashlinskyEvidence for PBHs as Dark Matter from Near-IR CIB Anisotropies
Kühnel & KaiserPBHs for Stars & Galaxies: From Formation to Gravitational Waves
HooperBlack Holes in the Early Universe
BellingerThe Sun’s Dark Core: Constraints on a Compact Solar Centre
SantarelliViability of Quasi-Stars as a Black Hole Seeding Mechanism
KinneyAn Ultra-Slow-Roll Primer
GregoryUltra-Slow Roll and Black Holes
IrelandA Tail of Two Modes for Primordial Black Hole Formation
CrucesSmall Noise Expansion in Stochastic Inflation
LorenzoniLight Scalar Fields Foster Primordial Black Holes
EscrivàSimulating the Formation of PBHs in the Early Universe
AurrekoetxeaPBHs from Inflationary Perturbations with Numerical Relativity
MaImplications of PBHs from Scalar-Induced Gravitational Waves
BiotTowards Accurate Merger Rates of Early PBH Binaries
ElleyPrimordial Black Hole Formation from Domain Wall Collapse
VikmanMore on Gravitational Waves from Domain Walls
DvaliThe Black Hole Memory-Burden Effect and Its Implications
ZellTransitioning to Memory Burden
AlexandreReconsidering the Mass Window for Primordial Black Holes
EttengruberMirco Black Hole Dark Matter
PageLight Black Holes from Light
HassanabadiBlack Hole in Hernquist Dark Matter Halo
OvalleInterior Dynamics of Regular Schwarzschild Black Holes
PesciSmall-Scale Metric Structure and Quantum Horizons
FaraoniNo Static Black Hole Horizons in the Expanding Universe
Aldecoa T.Higher-Dimensional Black Holes in a Cosmological Context
MohanHolographic Complexity and Black Hole Singularities
VerlindeDe Sitter Cosmology and Holography
CristacheGravitational Waves from a Radially Infalling Star
CafaroQuantum & Semiclassical Collapse in Loop Quantum Gravity
AndersonQuantum Effects due to Primordial Black Holes During Inflation
YazdiBlack Hole Entropy and Causal Set Theory
ChenImaging a Semiclassical Horizonless Compact Object
GuendelmanLinearity in Vacuum Type Black Hole
LoweQuantum Black Hole Evaporation in Four Dimensions
EngelhardtObserver Dependence in the Emergence of Spacetime
ShethPrimordial Black Hole Abundances — A Tale of Two Extremes
MihaylovThe Shape of the Universe from Large-Scale-Structure Surveys
NatarajanProbing Cosmology with Black Hole Populations Near and Far
RandallEarly Black Hole Formation from Charged Dark Matter
LingNonlinear Tails in Schwarzschild Black Hole Ringdown
EsserConstraints on Asteroid-Mass PBHs from Capture by Stars
LittererDark Neutron Stars in a Heavy Mirror Dark Sector
Feng, J.Dust Stars in the Minimal Exponential-Measure Model
SchusterPrimordial Black Holes, Charge, and Dark Matter
TrifinopoulosCharting the Universe with PBHs: Sub-Solar to Supermassive
McLainBetween Hard Theory and Opaque AI
IvanovCosmological Collider in Action
PassalevaPRIME Telescope Follow-Up of Binary Black Hole Mergers
PislanMulti-Messenger Astronomy in the Gravitational-Wave Era
TrojaMulti-Messenger Cosmology with NewAthena
GilfanovSRG/eROSITA Results on the Eastern Galactic Hemisphere
GellerDetecting Black Holes from the Big Bang
CarrPBH Clusters as Dark Matter and their Likely Mass Range
SakellariadouSearching for Primordial Black Holes in the Gravitational-Wave Data
LavalleDisk/s Heating Constraints on the Primordial Power Spectrum
YuSeeding Supermassive Black Holes from the Dark Sector
GaztanagaThe Black Hole Universe
BuonannoGravitational-Wave Astronomy: Unveiling the Secrets of Black Holes
MüllerLISA Mission
This post is licensed under CC BY 4.0 by the author.