Post

Eddington tilraunin

Er hægt að nota sólmyrkva til þess að staðfesta almennu afsæðiskenninguna?

Eddington tilraunin

Á þrítugsafmælinu mínu, 12. ágúst 2026, verður almyrkvi á sólu. Hann mun sjást á vestanverðu landinu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu en í Reykjavík mun hann endast í 59 sekúndur. Besta útsýnið verður þó líklegast á Snæfelsnesinu og á Vestfjörðum. Sólmyrkvinn mun vara lengst á Látrabjargi, eða í 2 mínútur og 13 sekúndur.

Ég ætla að framkvæma Eddington tilraunina á afmælinu mínu. Það er kannski viðeigandi því að ég stunda rannsóknir á svartholum en tilvist þeirra er spáð fyrir um af almennu afstæðiskenningunni sem að Alberts Einstein setti fram árið 1915 í miðri fyrri heimsstyrjöldinni. Það þótti eftirtektarvert á þeim tíma þegar að Bretinn, Arthur Eddington, staðfesti með mælingu á sólmyrkva árið 1919, í fyrsta sinn kenningu Einsteins.

Í þessari bloggfærslu ætla ég að rekja svolítið hvaða lore liggur á bak við þessa merku tilraun, svo ætla ég að útskýra hvernig að við Stjörnu-Sævar ætlum að framkvæma þessa tilraun í sólmyrkvanum 2026. Áhugasamir sem að vilja aðstoða við að framkvæma þessa eða aðrar mælingar í sólmyrkvanum eru beðnir um að hafa samband við mig á netfangi matthias.harksen[hjá]gmail.com.

Sjá einnig: https://www.mathpages.com/rr/s6-03/6-03.htm

Svo er auðvitað David Tong búinn að gera þetta best https://www.damtp.cam.ac.uk/user/tong/gr/gr.pdf#sec1.3.5

minnast líka á John Earman, Clark Glymour í https://www.jstor.org/stable/27757471?seq=1

og upprunalegu greinina eftir Dyson, Eddington og Davidson eddington-grein.pdf sem sýnir meðal annars þetta graf:

Desktop View Graf úr grein Eddington af tilfærslunni sem fall af fjarlægð frá sólinni sem sýnir samræmi við kenningu Einsteins frekar heldur en brotalínuna sem táknar kenningu Newtons.

Tvær Newtonskar útleiðslur á ljóssveigju

Það er engin sérstaða í því að ljós sveigi í kringum sólina. Reyndar spáir Newtonska aflfræðin einnig fyrir að ljós muni sveigja í kringum sólina. Hinsvegar munar faktor tveimur á kenningunum sem var það sem að Eddington tilraunin skar úr um til að greina hvort kenningin væri nákvæmari í þessu atriði.

Desktop View Ljóssveigja í kringum massamikinn hlut. Athugandi á jörðinni sér stjörnuna færast í sólmyrkva.

Desktop View Mynd eftir Weinberg

Desktop View Myndin sýnir hvernig stjörnur fyrir sólmyrkvan (blátt) færast út í geislalæga stefnu og mynda rauðu dílana.

Desktop View Fréttatími sem sýnir kortið.

Horfa á bíómyndina: https://www.imdb.com/title/tt0995036/

Fyrri Newtonska útleiðslan

Fyrsta útleiðslan byggir á handwavy útleiðslu eftir Stenger newtonian-deflection.pdf en því meira sem að maður rýnir í hana því fleiri vandamál koma í ljós við hana.

Ljóssveigja ljóst þema Ljóssveigja dökkt þema

Lítum á ljóseind með orku $E = hf$ sem ferðast með hraða $c$ meðfram $x$-ás. Ljóseindin hefur þá virkan massa $m = \frac{E}{c^2}$ Látum massa $M \geq \frac{hf}{c^2}$ vera staðsetann í $(0,b)$ þar sem að $b$ er svokölluð kennilengd árekstrarins (e. impact parameter). Eini krafturinn sem að verkar á ljóseindina í þessu ferli er þyngdarkrafturinn. Við athugum að í punkti $(x,y)$ þá er þyngdarkrafturinn sem að verkar á ögnina með massa $m$ gefinn með:

\[\vec{F}_G = -\frac{GM \frac{hf}{c^2}}{(x^2+(b-y)^2)^{3/2}} \begin{pmatrix} x \\ y-b \end{pmatrix}\]

Sem fyrsta stigs nálgun á ferlinum þá gerum við ráð fyrir að ljóseindin haldi hraða $c$ meðfram $x$-ás en það þýðir að $x = ct$ og samkvæmt keðjureglunni leyfum við okkur því að gera eftirfarandi nálgun fyrir lárétta þáttinn

\[\frac{dp_x}{dt} = \frac{dp_x}{dx} \frac{dx}{dt} = c \frac{dp_x}{dx}\]

og eins fyrir lóðrétta þáttinn höfum við

\[\frac{dp_y}{dt} = \frac{dp_y}{dx} \frac{dx}{dt} = c \frac{dp_y}{dx}\]

En þetta gefur því að

\[\begin{align*} \Delta p_x &= -\int_{-\infty}^{+\infty} \frac{GM \frac{hf}{c^3}x}{(x^2 + (b-y)^2)^{3/2}} dx \\ &= \left[ \frac{G M \frac{hf}{c^3}}{\sqrt{x^2 + (b-y)^2}} \right]_{x=-\infty}^{x = +\infty} = 0\,. \end{align*}\]

svo að í þessari nálgun er engin breyting á skriðþunganum í lárétta stefnu. Við fáum hinsvegar að

\[\begin{align*} \Delta p_y &= \int_{-\infty}^{+\infty} \frac{GM \frac{hf}{c^3} (b-y)}{(x^2+(b-y)^2)^{3/2}} dx \\ &= \left[ \frac{GM \frac{hf}{c^3}x}{(b-y)\sqrt{x^2+(b-y)^2}} \right]_{x=-\infty}^{x=+\infty} \\ &= \frac{2 GM \frac{hf}{c^3}}{b-y} \end{align*}\]

Ljóssveigjuhornið, $\psi_{\text{N}}$, má þá meta með því að velja stjörnur sem sýnast vera rétt fyrir utan disk sólarinnar þannig $b-y \approx R$ þar sem $R$ er geisli sólarinnar.

\[\psi_{\text{N}} \approx \frac{\Delta p_y}{p} = \frac{2 G M}{c^2 R} = 4{,}21 \text{ rad} = 0{,}8698\text{''}\]

þ.e.a.s. rúmlega ein bogasekúnda. Þetta reynist vera helmingurinn af spágildinu samkvæmt almennu afstæðiskenningunni. Eddington tilraunin reynir því að skera úr um hvort að gildið sé nær $\psi_{\text{N}}$ eða $\psi_{\text{GR}}$.

Það er auðvelt að bæta við mati á því hversu stór áhrif tunglið hefur á niðurstöðuna. En þá fæst að

\[\psi_{\text{Tungl}} = \frac{2 G M_{\text{T}}}{c^2 R_{\text{T}}} = 0{,}000015 \psi_{N}\]

þar sem að $M_T$ og $R_T$ eru massi og geisli tunglsins. Þetta sýnir að við getum hunsað áhrif tunglsins á ljóssveigjuna í Eddington tilrauninni.

Seinni Newtonska útleiðslan

Hin útleiðslan er byggð á 0508030.pdf og kampen.pdf. Fyrir ögn í sígildu miðlægu þyngdarmætti, $V(r) = -\frac{GMm}{r}$, þá er einfaldast að vinna í pólhnitum $(r,\theta)$. Það eru tvær varðveittar stærðir í þessu tilviki, annars vegar heildarorka agnarinnar, sem er þá gefin með

\[E = \frac{1}{2}m(\dot{r}^2 + r^2 \dot{\theta}^2) + V(r).\]

þar sem að $\dot{r} = \frac{dr}{dt}$ og $\dot{\theta} = \frac{d\theta}{dt}$. Hin varðveitta stærðin er hverfiþungi agnarinnar (þar sem að krafturinn sem að verkar á ögnina liggur alltaf í geislalæga stefnu) sem er þá gefinn með

\[L = mr^2 \dot{\theta}.\]

Við umritum nú orkuvarðveisluna með eftirfarandi hætti: við losum okkur við $\dot{\theta} = \frac{L}{mr^2}$ og við notum keðjuregluna $\frac{dr}{dt} = \frac{dr}{d\theta} \frac{d\theta}{dt} = \frac{dr}{d\theta}\dot{\theta}$, saman gefur þetta eftir smá algebru að

\[E = \frac{L^2}{2mr^4}\left( \left(\frac{dr}{d\theta}\right)^2 + r^2 \right) + V(r)\,,\]

En þessa jöfnu má leysa fyrir $\frac{dr}{d\theta}$ þannig að við fáum

\[\frac{dr}{d\theta} = \frac{r^2}{L}\sqrt{2m\bigg(E + \frac{GM m}{r}\bigg) - \frac{L^2}{r^2}}\,.\]

En þetta er fyrsta stigs afleiðujafna sem hefur þekkta lausn

\[r(\theta) = \frac{\ell}{1 - \epsilon \cos(\theta)}\,.\]

Þar sem við skilgreindum kennistærðirnar

\[\ell = \frac{L^2}{GMm^2}\,, \hspace{0.5cm} \epsilon = \sqrt{1 + \frac{2 E L^2}{G^2 M^2 m^3}} \,.\]

Hér er $\ell$ hálfur þverbrennistrengur (e. semilatus rectum) og $\epsilon$ miðvik (e. eccentricity) fyrir keilusniðið.

Nú er leikur einn að ákvarða hornið sem að ögn með upphafshraða $v_0$ og massa $m$ myndar við það að nálgast sólina með kennilengd $b$. Hér fáum við þá að

Gamalt

Það er engin sérstaða í því að ljós sveigi í kringum sólina. Reyndar spáir Newtonska aflfræðin einnig fyrir að ljós muni sveigja í kringum sólina. Hinsvegar munar faktor tveimur á kenningunum sem var það sem að Eddington tilraunin skar úr um til að greina hvort kenningin væri nákvæmari í þessu atriði.

Fyrsta útleiðslan byggir á newtonian-deflection.pdf og hin er byggð á 0508030.pdf.

Ljóssveigja ljóst þema Ljóssveigja dökkt þema

Lítum á ögn með massa $m$ sem byrjar með upphafshraða $v_0$ í $x = -\infty$ og $y=0$. Látum massa $M \geq m$ vera staðsetann í $(0,b)$ þar sem að $b$ er svokölluð kennilengd árekstrarins (e. impact parameter). Eini krafturinn sem að verkar á massann $m$ í þessu ferli er þyngdarkrafturinn. Það er fræg niðurstaða eftir Newton að einu hugsanlegu ferlarnar sem koma til greina fyrir hreyfingu agnarinnar í slíku miðlægu mætti eru keilusniðin. Það fer eftir gildinu á $v_0$ hvort að hreyfingin verður sporbaugur eða breiðbogi. Við athugum að í punkti $(x,y)$ þá er þyngdarkrafturinn sem að verkar á ögnina með massa $m$ gefinn með:

\[\vec{F}_G = \frac{GMm}{(x^2+(y-b)^2)^{3/2}} \begin{pmatrix} x \\ y-b \end{pmatrix}\]

En heildarkrafturinn er tengdur skriðþungabreytingunni samkvæmt $\vec{F}_{\text{heild}} = \frac{d \vec{p}}{dt} = \vec{F}_G$. Varðveislulögmálin segja okkur síðan að heildarhverfiþunginn sé varðveittur þannig að

\[mv_0 b = L = (\vec{r} \times \vec{p})_z = m(x v_y - y v_x)\]

og það að heildarorkan sé varðveitt segir okkur að

\[\frac{1}{2}mv_0^2 = E = \frac{1}{2}m (v_x^2 + v_y^2) - \frac{GMm}{\sqrt{x^2+(y-b)^2}}\]

Við getum litið á hverfiþungavarðveisluna og orkuvarðveisluna sem jöfnuhneppi sem leyfir okkur að ákvarða breytistærðirnar $v_x = \frac{dx}{dt}$ og $v_y = \frac{dy}{dt}$ sem fall af $x,y$. Með það í huga þá sjáum við eftir smá algebru að $v_y = \frac{1}{x}(v_0 b + v_x y)$ og með því að stinga því inn í orkujöfnuna við fáum eftirfarandi $2.$ stigs margliðu fyrir $v_x$

\[(1+\frac{y^2}{x^2})v_x^2 + \frac{2v_0 b y}{x^2} v_x + v_0^2 (\frac{b^2}{x^2}-1) - \frac{2GM}{\sqrt{x^2 + (y-b)^2}} = 0\]

sem gefur því að

\[v_x = \frac{-v_0 b y \pm x v_0 \sqrt{x^2+y^2 - b^2 + \frac{2GM}{v_0^2} \frac{x^2+y^2}{\sqrt{x^2+(y-b)^2}}}}{x^2+y^2}\]

En við athugum svo að með keðjureglunni má umrita lárétta þáttinn þannig að

\[F_x = \frac{dp_x}{dt} = \frac{dp_x}{dx} \frac{dx}{dt} + \frac{dp_x}{dy} \frac{dy}{dt} = \frac{dp_x}{dx}v_x + \frac{dp_x}{dy}v_y\]

og eins fæst fyrir lóðrétta þáttinn

\[F_y = \frac{dp_y}{dt} = \frac{dp_y}{dx} \frac{dx}{dt} + \frac{dp_y}{dy} \frac{dy}{dt} = \frac{dp_y}{dx}v_x + \frac{dp_y}{dy}v_y\]

þar sem að þættir kraftsins $F_x$ og $F_y$ eru þekktir samkvæmt þyngdarlögmálinu og $v_x$ og $v_y$ þekkt þá má nota þetta til þess að ákvarða

Ögn í sígildu miðlægu mætti

Fyrir ögn í sígildu miðlægu þyngdarmætti, $V(r) = -\frac{GMm}{r}$, þá er einfaldast að vinna í pólhnitum $(r,\theta)$. Það eru tvær varðveittar stærðir í þessu tilviki, annars vegar heildarorka agnarinnar, sem er þá gefin með

\[E = \frac{1}{2}m(\dot{r}^2 + r^2 \dot{\theta}^2) - V(r).\]

þar sem að $\dot{r} = \frac{dr}{dt}$ og $\dot{\theta} = \frac{d\theta}{dt}$. Hin varðveitta stærðin er hverfiþungi agnarinnar (þar sem að krafturinn sem að verkar á ögnina liggur alltaf í geislalæga stefnu) sem er þá gefinn með

\[L = mr^2 \dot{\theta}.\]

Við umritum nú orkuvarðveisluna með eftirfarandi hætti: við losum okkur við $\dot{\theta} = \frac{L}{mr^2}$ og við notum keðjuregluna $\frac{dr}{dt} = \frac{dr}{d\theta} \frac{d\theta}{dt} = \frac{dr}{d\theta}\dot{\theta}$, saman gefur þetta eftir smá algebru að

\[E = \frac{L^2}{2mr^4}\left( \left(\frac{dr}{d\theta}\right)^2 + r^2 \right) + V(r)\,,\]

En þessa jöfnu má leysa fyrir $\frac{dr}{d\theta}$ þannig að við fáum

\[\frac{dr}{d\theta} = \frac{r^2}{L}\sqrt{2m\bigg(E + \frac{GM m}{r}\bigg) - \frac{L^2}{r^2}}\,.\]

En þetta er fyrsta stigs afleiðujafna sem hefur þekkta lausn

\[r(\theta) = \frac{\ell}{1 - \epsilon \cos(\theta)}\,.\]

Þar sem við skilgreindum kennistærðirnar

\[\ell = \frac{L^2}{GMm^2}\,, \hspace{0.5cm} \epsilon = \sqrt{1 + \frac{2 E L^2}{G^2 M^2 m^3}} \,.\]

Hér er $\ell$ hálfur þverbrennistrengur (e. semilatus rectum) og $\epsilon$ miðvik (e. eccentricity) fyrir keilusniðið.

Nú er leikur einn að ákvarða hornið sem að ögn með upphafshraða $v_0$ og massa $m$ myndar við það að nálgast sólina með kennilengd $b$. Hér fáum við þá að

Forspárgildi almennu afstæðiskenningarinnar

Nú skulum við leiða út hvert gildið á horninu er samkvæmt almennu afsæðiskenningunni. Þyngdarsviðinu í kringum sólina er þar lýst með Schwarzschild-metruninni, en hún er gefin með

\[ds^2 = -(1-\frac{r_s}{r})c^2dt^2 + \frac{dr^2}{(1-\frac{r_s}{r})} + r^2 d\theta^2 + r^2 \sin^2\theta \, d\phi^2\,,\]

Þar sem að við kynntum Schwarzschild-geislann $r_s = \frac{2GM}{c^2}$. Við munum einskorða okkur við $\theta = \frac{\pi}{2}$ með $\dot{\theta} = 0$. Með því að skoða hreyfijöfnur fyrir metrunina fæst að það eru tvær varðveittar stærðir, annars vegar

\[E = (1-\frac{r_s}{r})c^2 \dot{t} \, \hspace{0.5cm} L = r^2 \dot{\phi}\,.\]

En þær samsvara orku og hverfiþunga eindarinnar. Fyrir ljóseind höfum við síðan að hreyfingin uppfyllir:

\[-(1-\frac{r_s}{r})c^2\dot{t}^2 + \frac{\dot{r}^2}{(1-\frac{r_s}{r})} + r^2 \dot{\phi}^2 = 0 \,,\]

En með smá umritun og með því að nota varðveittu stærðirnar til að losna við $\dot{t}$ og $\dot{\phi}$ þá fáum við að

\[\frac{1}{2}\dot{r}^2 + V_{\text{eff}}(r) = \frac{E^2}{2c^2}\,,\]

þar sem

\[V_{\text{eff}}(r) = \frac{L^2}{2r^2}(1-\frac{r_s}{r})\,.\]

Notum svo innsetninguna $u = \frac{1}{r}$ og keðjuregluna þannig að $\frac{dr}{d\phi} = \frac{du}{d\phi} \frac{dr}{du} = - \frac{1}{u^2}\frac{du}{d\phi}$ en það gefur okkur því að

\[\left( \frac{du}{d\phi} \right)^2 + u^2(1-r_s u) = \frac{E^2}{c^2 L^2}\,.\]

Þessa afleiðujöfnu er ekki hægt að leysa á lokuðu formi. Við munum því Taylor-liða fyrir $r \gg r_s$ með öðrum orðum fyrir $ u r_s \ll 1$. En það þýðir að við fáum:

\[\begin{align*} \phi &= \phi_0 + \int \frac{du}{\sqrt{\frac{E^2}{c^2L^2}- u^2(1-r_su)}} \\ &= \phi_0 + \frac{c L}{E}\int \left( 1 - \frac{c^2L^2}{E^2r_s^2}(ur_s)^2(1-ur_s) \right)^{-1/2}du \end{align*}\]

Eddington tilraunin 1919

Afmælistilraunin 2026

This post is licensed under CC BY 4.0 by the author.