Matthias Harksen
Um mig.
Ég er doktorsnemi í kennilegri eðlisfræði við Háskóla Íslands. Ég birti rannsóknir mínar á sviðinu sem kallast háorku eðlisfræði, eða High Energy Physics Theory (hep-th). Ég fæst við þyngdarskammtafræði en það inniheldur meðal annars krefjandi viðfangsefni eins og strengjafræði, þyngdarfræðilega heilmyndun og kennilegar rannsóknir á svartholum. Nánar tiltekið hef ég sérhæft mig í því að skoða óafstæðileg markgildi af afstæðilegum kenningum. Doktorsritgerðin mín fjallar um skammtafræðilegar leiðréttingar á varmafræði óafstæðilegra svarthola.
Ég er einnig mikill áhugamaður um vísindamiðlun og þá sér í lagi á því hvernig á að miðla eðlisfræði. Ég hef undanfarin ár skipulagt fræðilega hlutann á eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna. Ég hef fengið tvenna styrki fyrir þróun á námsefni frá Rannís (sjá verkefnin hér og hér).
Email: matthias@harksen.is Phone: +354 845-6226
InspireHEP · ORCID · GitHub
Menntun
- Doktorsgráða í kennilegri eðlisfræði, Háskóli Íslands (2022–2026)
- Meistaragráða í stærðfræðilegri eðlisfræði, University of Oxford (2019–2020)
- Bakkalársgráða í stærðfræði, Háskóli Íslands (2016–2019)
- Kennsluréttindi fyrir menntaskólakennslu, Háskóli Íslands (2020–2021)
Birtar greinar
Carroll strings with an extended symmetry algebra, JHEP 05 (2024) 206
M. Harksen, D. Hidalgo, W. Sybesma, L. Thorlacius
linkThe spectrum of a quantum Lifshitz black hole in two dimensions, arXiv:2408.15336
M. Harksen, W. Sybesma
arXivSilent Physics Animation Tasks for Learner Narration (preprint)
B. Harksen, M. Harksen
preprint
Kennsla og verkefni sem ég hef leiðbeint
- Inngangur að skammtafræði (TA), Haust 2025
- Skammtafræði 1 (TA), Haust 2024
- Electrodynamics I (TA), Vor 2023, 2024
- Eðlisfræði 1 (TA), Haust 2021–2022
- Línuleg algebra 1 (TA), Haust 2017
Leiðbeinandi fyrir eftirfarandi BS verkefni:
- Kristján Dagur Egilsson – Hvenær á ég að kaupa hús? (2025)
Halla Emilía Ingólfsdóttir – Vegið í sömu knérun (2024)
Vísindamiðlun
Fyrirlestur fyrir almenning: Svarthol fyrir almenning (2024)
linkSigurvegari Rannís ScienceSlam (2023)
linkGrein á vísindavefnum: Er hægt að búa til svarthol á rannsóknarstofu?
VísindavefurinnHeimatilraunir (sjá líka verkefnið sem ég er með í gangi hjá Rannís) Teaching materials
Annað
- Liðstjóri og þjálfari fyrir íslenska Ólympíuliðið (2019–)
- Skipulegjandi og dæmasmiður fyrir eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna (2017–)
- Eðlisfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík (2018–2022)