Eðlisfræði handa framhaldsskólum
Ég skrifaði kennslubók á meðan að ég kenndi eðlisfræði við Menntaskólann í Reykjavík.
Ég skrifaði þessa kennslubók fyrir nemendur á eðlisfræðideild við Menntaskólann í Reykjavík. Innihald hennar fer yfir grunnatriði í Menntaskólaeðlisfræði og inniheldur þar að auki stórt dæmasafn á íslensku með svörum (að mestu þýtt úr Giancoli og Randall Knight, en margt er fengið héðan og þaðan, annað frumsamið).
Ég birti þetta í von um að þetta geti gagnast öðrum eðlisfræðikennurum á Íslandi.
PDF útgáfan
Hægt er að skoða bókina hér:
TeX
Allt texið er aðgengilegt á eftirfarandi slóð:
Þar er einnig að finna hundruðir (jafnvel þúsundir) af svg og pdf myndum sem prýða bókina mína. Margar af þessum myndum eru teiknaðar af mér í myndvinnsluforritinu Inkscape með viðbótinni TexText. Þegar ég bjó til vinnuflæðið mitt þá fylgdi ég að stórum hluta leiðbeiningum frá bloggsíðu eftir Giles Castel (þó mér hafi aldrei liðið vel með að nota vim).
Giles Castel lést því miður árið 2022. Bloggsíðurnar hans eru eftirfarandi:
