Post

Svarthol fyrir almenning

Ég hélt fyrirlestur um svarthol fyrir almenning í samstarfi við Stjarnvísindafélag Íslands og Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness.

Svarthol fyrir almenning

Frá fyrirlestrinum í Veröld

Fyrirlesturinn var hluti af fyrirlestraröð fyrir almenning sem Háskóli Íslands stóð að í samstarfi við Stjarnvísindafélag Íslands og Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness (SÍSS). Þar fjallaði ég um það hvernig hugmyndir manna um svarthol hafa þróast í gegnum árin. Hvernig almenna afstæðiskenningin spáir fyrir um tilvist þeirra. Hvaða fjölmörgu sönnunargögn við höfum í dag.

Efniskveikjan kom úr eigin æsku. Ég var í grunnskóla þegar ég heyrði að stóri sterkeindahraðallinn í CERN yrði ræstur daginn eftir og myndi hugsanlega búa til svarthol sem gleypi jörðina.

Ég fékk einnig innsendar spurningar frá Jóni Gunnari Þorsteinssyni frá Vísindavefnum sem ég reyndi að svara. Uppáhalds spurningin mín var: „Er til rouge svarthol?“ Aðrar spurningar fjölluðu meðal annars um það hvort hægt væri að búa til svarthol á tilraunastofu, og hvað gerist ef maður fellur ofan í eitt.

Meginþráðurinn var lengri og ítarlegri útgáfa af Vísindaslamms-fyrirlestrinum mínum um svarthol. Fyrirlesturinn var sérstaklega stílaður á forvitna grunnskólanemendur. Í raun hefði ég helst viljað fara með hann beint inn í grunnskólana.

Svarthol á skjánum

Áhuginn var mikill og aðsóknin fór fram úr væntingum. Öll sæti í fyrirlestrasalnum fylltust og margir stóðu allan tímann.

Ég státa mig meira að segja af því að hafa haft fleiri áhorfendur en Anthony Zee sem hélt fyrirlestur í sömu röð viku síðar. Zee er af mörgum talinn ein helsta goðsögnin í fræðunum. Kennslubók hans, Quantum Field Theory in a Nutshell, er víða notuð í kennslu.

Þegar Bobby spurði hann hvort hann hefði ráð um hvernig væri best að kenna námskeið í skammtasviðsfræði, svaraði Zee einfaldlega:
„Þú verður að nota bókina mína.“
Þetta sagði hann þó Bobby hefði útskýrt að þau hygðust kenna eftir kórskömmtunar aðferðinni, líkt og David Tong gerir í nótunum sínum, en ekki kórsummu aðferðinni hjá Zee.


Glærur og efni


Tengt efni

Þessi fyrirlestur varð meðal annars kveikjan að svarinu mínu við spurningunni „Er hægt að búa til svarthol á tilraunastofu?“ á Vísindavefnum:
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=86694

Ég mæli einnig með eftirfarandi tveimur greinum fyrir áhugasama:

Báðar þessar greinar birtust í vefriti Raust:
https://raust.is/skjalasafn

Að lokum mæli ég með þessu fræðandi myndbandi með Leonard Susskind um svarthol og skammtafræði:

This post is licensed under CC BY 4.0 by the author.